Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Sekel'
Höf.
(Arne Lundstad 1984) Noregur.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur og ljósrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september eða lengur ef tíð er góð.
Hæð
80-120 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: 'Lichterloh' og 'Zitronenfalter'.Kynbætt af Arne Lundstad rétt fyrir 1980 og var komið í sölu 1984. Runninn verður 80-120 sm hár og 100 sm breiður. Þyrnar beinir og rauðbrúnir.
Lýsing
Harðgerð, upprétt runnarós, sem er lotublómstrandi. Mörg blóm eru í hverjum klasa, blómin eru stór, 7,5 sm í þvermál, skállaga með tvær raðir af krónublöðum, (hálffyllt), ilma lítið eitt, tvílit gul og ljósrauð, en undir haust verða blómin næstum alveg rauð. Laufið er leðurkennt, dökkgrænt, ekki glansandi.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Onæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
H4
Heimildir
Ole Billing Hansen,http://www.hesleberg.no, butik.rosen-haven.dk/36/rosa-sekel-,https://books.google.is/books?id=3k-6wZAllNsC&pg=PA64.....
Fjölgun
Ágræðsla.
Notkun/nytjar
Þarf sólríkan vaxtarstað, er ekki skuggþolin. Í rigningartíð vilja blómin skemmast.Þarf góðan jarðveg. Þrjár plöntur á m², notuð stök, í beð og nokkrar saman (3-5) í þyrpingu.
Reynsla
Rosa Sekel var keypt í Lystigarðinn 2005, þreifst ágætlega og blómstraði, misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007. Ný planta var keypt 2007, þrífst ágætlega og blómstrar. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rósin var valin sem afmælisrós í tilefni af aldar afmælis norska garðyrkjufélagsins (Det norske hageselskap) og fékk því nafnið Sekel (sekel = öld).