Foreldrar óþekktir. Klasarós (floribunda). Fallegur, útbreiddur, lítill, 20. aldar runni, 90-120 sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Blómin eru í klasa, opin, hálffyllt með næstum rétthyrnd krónublöð sem eru eldrauð/blóðrauð. Ilma ekki. Nýpurnar þroskast að haustinu og eru skær appelsínugular og skrautlegar ef blómin eru ekki fjarlægð. Laufið dökk grænt og glansandi. Plantan er fremur gisin í vextinum nema ef hún er mikið klippt. Er eins og flestar klasarósir (Floribunda). 'Lichterloh' er skrautleg og gerir hvaða garð eða beðkant sem er áhrifaríkari.