Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Astrid Lindgren'
Höf.
(L.M. Olesen & M.N.Olesen 1991) Danmörk 1994.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Skærbleikur - ljósbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
120- 245 sm
Vaxtarlag
Þetta er klasarós (Floribunda). Runninn er hávaxinn, stór og mikill, 120 til 245 sm hár, myndar skrautlega nýpur.
Lýsing
L. Pernille Olesen og Mogens N. Olesen kynbættu og ræktuðu yrkið upp í Danmörku 1991. Polsen-Roser A/S kom yrkinu á framfæri í Danmörku 1991.Runninn er með skærbleik/ljósbleik blóm með hindberjailmi, miðlungi stór, hálffyllt (með 9-16 krónublöð), bollalaga. Heldur stundum áfram að blómstra á áliðnu sumri. Mjög þolin gagnvart sjúkdómum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.davesgarden, http://www.helpmefind.com, http:/www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,davesgarden.com/guides/pf/go/112294/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar-, vetrargræðlingar, vetrargræðlingar með hæl.
Notkun/nytjar
Í hlý beð meðfram suður- og vesturveggjum með öðrum plöntum.
Reynsla
Rosa Astrid Lindgren var keypt í Lystigarðinn 2005, hefur verið höfð í gróðurhúsi yfir veturinn, lifði sumarið 2006 en misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007. Ætti að geta þrifist hér.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rósin er nefnd eftir Astrid Lindgren. Skáldkonan Astrid Lindgren, fædd Astrid Anna Emilia Ericsson í Näs við Vimmerby í Smálöndum í Svíþjóð. Hún skrifaði Línu langsokk handa dóttur sinni í afmælisgjöf 1944. Þú getur fundið meira um Astrid á netinu.Verðlaun : Dream Sequence Olesen (Danmörk) 1989, Belfast-Preis 1991, Bronze in Den Haag 1993, Gold in Baden-Baden