Klasarós með dökkt, glansandi lauf, kröftug, verður allt að 80 sm há.
Lýsing
Foreldrar: (Guinée' × Wilhelm') × Orange Triumph. Blóm eru skarlatsrauð, rósin er mjög blómviljug. Knúbbarnir eru litir og egglaga. Blómin eru meðalstór, hálffyllt og flöt. Þau eru mörg saman í mjög stórum, flötum klösum, sem þekja alveg plöntuna á blómgunartímanum. Rósin ilmar ekki.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København,davesgarden.com/guides/pf/go/51914/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í rósabeð sunnan eða vestan undir húsi, móti sól.
Reynsla
Tvær plöntur hafa verið reyndar í Lystigarðinum, reyndust skammlífar, sú þriðja lifði af veturinn 2008-2009 en blómstraði ekki 2009.