Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Kilwinning'
Höf.
(Percy Wright 1948) Kanada.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl gullgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
70-100 sm
Vaxtarlag
Rosa Kilwinning er þyrnirósablendingur. Runninn er harðgerður, hann verður allt að 2 m hár, er einblómstrandi.
Lýsing
Blómstrar mikið, blómin eru fölgul og ilma mikið og heldur dálítið áfram að blómstra fram eftir sumri.
Uppruni
Yrki.
Harka
z3
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarður Reykjavíkur, Kristleifur Guðbjörnsson https//sites.google.com/site/gardaflorarosir/rosir/pimpinellifolias/kilwinning, http://www.accessmylibrary.com, http://www.agr.gc.ca/, sites.google.com/site/gardaflorarosir/
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Líkar illa rigningar.
Reynsla
Kom fyrir mörgum árum sem planta í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur. Mjög góð og þrífst vel í báðum görðunum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Mr. Wright þróaði fjölda yrkja, þekktasta þeirra er Hazeldean, með falleg djúpgul blóm sem oft hefur verið notuð af kynbótamönnum, sem eru að reyna að rækta upp harðgerð, gulblóma yrki. Annað yrki sem hann innleiddi/kom á framfæri er Kilwinning með föl gullgul blóm og sem líka heldur dálítið áfram að blómstra fram eftir sumri.