Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Highdownensis'
Höf.
(Sir Frederick Stern 1928) Bretland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa x highdownensis, Rosa highdownensis
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta.
Vaxtarlag
Foreldrar: R. moyesii Hemsl. & Wils. x óþekkt rós.Rosa 'Highdownensis' er Rosa moyesii blendingur, harðgerður og mjög falleg runnarós bæði á blómgunartímanum og að haustin þegar nýpurnar skreyta runnann. Hún er til mikillar prýði í rúmgóðum garði, verður oft allt að 300 sm há og 180 sm breið eða breiðari. Greinarnar þéttstæðar, bogaformaðar.
Lýsing
Blóm eru flöt, meðalstór, einföld (4-8 krónublöð) og djúpbleik, hvít innst og með gula fræfla í miðjunni, standa lengi. Ilma lítið eitt. Smálauf 9-11. Laufin eru meðalstór, milligræn og þau eru rauðgræn þegar þau eru ung. Blómstrar ótrúlega mikið. Nýpur eru margar, perulaga, hárauðar.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.backyardgardener,comhttp://www.classicroses.co.ukhttp://www.davesgarden.comhttp://www.helpmefind,comhttp://www.mobackes.se/Produktr/rosnyheter.htm,davesgarden.com/guides/pf/go/52454/#b,www.learn2grow.com/plants/rosa-highdownensis/
Fjölgun
Sumar-, síðsumar-, vetrar- eða vetrargræðlingar með hæl.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Hraustur runni sem gerir litlar kröfur og er auðrækaður, flottur sem stök planta en líka í limgerði og runnaþykkni. Þekur jarðveginn vel og fer vel innan um fjölæringa og aðra runna. Talinn góður á sumarbústaðalóðir í Skandinavíu.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur úr tveimur sáningum frá 1992, gróðursettar í beð 1994. Þær plöntur eru stórar, þrífast vel, blómstra mikið og bera mikið af nýpum að haustinu.Einnig er til ein aðkeypt frá 2000, sem var gróðursett 2002. Hún rétt tórir 2009.