Uppruni óþekktur, líklega Toscana á Ítalíu.Rosa 'Tuscany' er Rosa gallica blendingur. Mjög sérstök, gömul rós með flaulselík krónublöð. Ein fallegasta próvinsrósin. Runninn er hraustur, uppréttur, 120 sm hár og 90 sm breiður, einblómstrandi.
Lýsing
Blómin eru hálffyllt, 5-8 sm í þvermál, opin, mjög dökkflauelsrauð með ögn af kastaníubrúnu og purpura lit í. Gullgulir fræflar. Blómin ilma mikið. Með 25-28 krónublöð. Laufin dökkgræn, glansa ekki. Blómstrar á gamlan við.