Uppruni óþekktur.Foreldrar óþekktir. Þyrnirósarblendingur. Runninn verður um 200 sm hár og 150 sm breiður, einblómstrandi.
Lýsing
Þetta er þyrnirósarblendingur með hvít, meðalstór, hnöttótt, hálffyllt blóm (krónublöð 17-25), með gula fræfla, ilma, ávaxtailmur. Mjög lík R. pimpinellifolia 'Plena'.
Sólríkur vaxtarstaður. Nægjusamur runni. Þolir magran jarðveg. Notuð í limgerði, í beð, í garða og stóra almenningsgarða. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m².
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta af Rosa 'Totenvik', sem var keypt og plantað í beð 1997, þrífst vel og kelur lítið, óx vel 2009, en blómstraði ekki. Önnur planta var keypt og plantað í beð 2008, var dauð 2009.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Athugið að Rosa 'Totenvik' er ekki sama og Rosa Flora Plena, Finlands vita ros. Þetta klón fannst í Totenvik í Noregi.