Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'The Dark Lady'
Höf.
(Austin 1991) England.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. 'Dark Lady' .
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Dökkrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 90 sm
Vaxtarlag
Rosa The Dark Lady er ensk 20. aldar rós. Runninn er mikið greindur, lávaxinn, útbreiddur, 90 sm hár og 120 sm breiður.
Lýsing
Lotublómstrandi runni, myndar klasa af uppréttum, dökkrauðum, þéttfylltum, stórum og glæsilegum blómum, sem ilma mikið. Laufin eru egglaga, meðalstór, dökkgræn-græn, hálfgljáandi, verða gul að haustinu.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti og mjölsvepp.
Heimildir
http://www.backyardgardener.com, http://www.davesgarden.com/guides/pf/go/52145/#b, http://www.engelskhage.com, http://www.schultesgreenhouse.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, í raðir. Sólríkur og skjólgóður vaxtarstaður t.d. upp við vegg. Plantan gerir engar sérstakar kröfur til jarðvegs og sýrustigs, en þolir ekki að standa í vatni. Snyrtið runnann snemma, þ.e. síðvetrar, það örvar vöxt nýrra greina. Góð til afskurðar. Nafnið er fengið úr sonnettu eftir Shakespeare´s (1564-1616), einnig er til söngleikurinn Lady in Dark eftir ameríska tónskáldið Kurt Weill (1900-1950).
Reynsla
Rosa 'The Dark Lady' var keypt í Lystigarðinn 2006 og plantað í beð sama ár, vex þokkalega vel og blómstrar árlega.