Þetta er 20. aldar rós og klasarós (floribunda), fremur harðgerð. Hún getur orðið um 100(-150-305) sm há og 60(-90) sm breið.
Lýsing
Óvenju hávaxin, kröftug planta með Phlox-bleika knúbba og blómin eru í stórum klösum, millibleik og ilmandi. Blómin þéttfyllt, með 38-40 krónublöð, ávöl. Stilkar eru langir og stinnir og laufið er leðurkennt og dökkgrænt.