Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Queen Elizabeth'
Höf.
(Lammerts 1954) USA.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Queen of England, The Queen Elizabeth Rose.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Um 100 sm
Vaxtarlag
Þetta er 20. aldar rós og klasarós (floribunda), fremur harðgerð. Hún getur orðið um 100(-150-305) sm há og 60(-90) sm breið.
Lýsing
Óvenju hávaxin, kröftug planta með Phlox-bleika knúbba og blómin eru í stórum klösum, millibleik og ilmandi. Blómin þéttfyllt, með 38-40 krónublöð, ávöl. Stilkar eru langir og stinnir og laufið er leðurkennt og dökkgrænt.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir sjúkdómum.
Heimildir
http://www.backyardgardening.com, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.marthastewart.com, davesgarden.com/guides/pf/go/1046/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð á sólríkum, hlýjum stað í skjóli, í þyrpingar, í raðir, sem afskorin blóm.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til planta, óvíst hvenær keypt en dauð 1994.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Alltaf vinsæl og hefur verið það yfir 40 ár. Viðurkenning All American winner in 1955.