Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Molineux'
Höf.
(David Austin 1994) England.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Kopargulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-120 sm
Vaxtarlag
Rosa Molineux er 20. aldar rós og ensk rós. Rósarunninn er þéttur, marggreindur, uppréttur, kúlulaga, getur orðið 50-120 sm hár, 60-90 sm breiður, en oftast minni, lotublómstrandi.
Lýsing
Lauf milligrænt. Blómin eru hnöttótt, fyllt, kopargul, jaðrar ljósari, ilma mikið. Blómstrar allt sumarið. Harðgerð rós.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp.
Heimildir
http://www.davesgarden.com, http://www.findmeplants.co.uk, http://www.shootgardening.co.uk, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, https://www.rhs.org.uk/Plants/104591/Rosa-Molineaux-Ausmol-%28PBR%29-%28S%29/Details, davesgarden.com/guides/pf/go/52203/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Stakstæð eða í beð með öðrum plöntum.
Reynsla
Rosa 'Molineux' var keypt í Lystigarðinn 2006 og plantað í beð sama ár, vex vel og er blómrík.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Viðurkenningar: Gold und Henry Edland Memorial Medal sem besta ilmrósin 1996.Rosa Molineux er nefnd (skv. David Austin) til heiðurs Wolverhampton Wanderers fótboltaklúbb en ekki franska ilmvatnsfyrirtækinu eins og ætla mætti.