Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Golden Showers'
Höf.
(Lammerts 1956) USA.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-240 sm
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Þetta er síblómstrandi klifurrós um 240 sm há og um 200 sm breið, getur orðið hærri. Greinarnar eru lotnar, bogformaðar, næstum þyrnalausar, stilkarnir dökkpurpuralitir.
Lýsing
Blómin standa lengi, eru gullgul en verða rjómagul með aldrinum. Blóm í klösum með ofkrýnd blóm, krónublöðin ekki þétt, 35 talsins, ilmur léttur og sætur. Laufin eru smátennt, dökk græn, glansandi og kröftug. Nýpur appelsínugular.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Með viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Heimildir
http://www.ncsu.edu, http://www.gardenersworld.com, http://www.jacksonsnurserues.co.uk, davesgarden.com/guides/pf/go/948/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Harðgerð planta. Þrífst í flestum gerðum jarðvegs en best þó í rökum, vel framræstum og léttum, frjóum jarðvegi með miklu af lífrænum efnum. Þolir magran jarðveg og hálfskugga. Svartrot getur komið upp ef vaxtarstaðurinn er of heitur og rakur, annars er viðnámsþrótturinn gegn sjúkdómum mikill. Áður en henni er pantað ætti að klippa rósina niður að brumi sem vísar út á við eða í um 15-20 sm frá aðalstofninum. Gróðursetjið rósina þegar frostlaust er og það ætti að blanda miklu af lífrænu efni í holuna. Mælt er með að gefa henni uppleystan áburð einu sinni á ári, þ.e. að vorinu.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Hefur hlotið Award of Garden Merit hjá Royal Horticultural Society. Er vinsælasta gula kilfurrósin a.m.k. í Bretlandi