R. 'Climbing Fragrant Cloud', 'Climbing Nuage Parfumé', 'Nuage Parfumé'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kóralrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Klifurrós.
Lýsing
Þetta er klifrandi, síblómstrandi terósarblendingur, (20. aldar rós). Hún er með mikið ilmandi blóm, allt að 30 krónublöð, mjög stór og þéttfyllt. Blóm í lotum um vaxtartímann. Hún er afsprengi Fragrant Cloud.