Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Frühlingsmorgen'
Höf.
(Kordes 1941) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa pimpinellifolia L. 'Frühlingsmorgen', 'Spring Morning'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurrauðbleikur / kirsuberjarauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Þyrnirósar-blendingur. Runninn er miðlungsstór, 50-100 sm hár og er meðallagi duglegur að vaxa. Í frjóum jarðvegi verður rósin kröftugur með mött, grágræn lauf.
Lýsing
Foreldrar: ('E.G.Hill' x 'Katharien Kordes') x Rosa spinosissima altaica. Yrkið var kynbætt og ræktað upp af Kordes 1941 í Þýskalandi. Þetta er 20. aldar runnarós og R spinosissima blendingur með fagurrauðbleik/kirsuberjarauð einföld, meðalstór blóm með gula miðju og með kastaníubrúna fræfla, ilma lítið eitt og ilmurinn minnir á hey. Blómin eru í stórum klösum, aðalblómgunin er fyrst, síðan kemur blóm og blóm fram í september. Nýpurnar eru stórar og fallegar, dökk kastaníubrúnar. ;
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.backyardgardener.com/plantname/pd-e8d4.html, allthingsplants.com/view/15556/Rose-Rosa-Fruhlingsmorgen/
Fjölgun
Ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í ker, í þyrpingar, sem afskorin rós.
Reynsla
Rosa Frühlingsmorgen var keypt í Lystigarðinn 1996 og gróðursett í beð það ár, flutt í annað beð 2003, hefur kalið mismikið gegnum árin, ef til vill eru aðeins villt rórarskot eftir.