Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Adelaide Hoodless'
Höf.
(Marshall 1973) Kanada.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Sumargræn runnarós.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður og í skjóli.
Blómalitur
Fagurrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100 -150 sm
Vaxtarlag
'Adelaide Hoodless' er klasablómstrandi runnarós, er 150 til 185 sm há og álíka breið, glæsilegur, blómviljugur runni.
Lýsing
Henry H. Marshall kynbætti og ræktað upp yrkið (1973) og Canadian Ornamental Plant Foundation kom því á framfæri.Foreldrar yrkisins eru (fræ) Fire King (floribunda, Meilland 1959) og frjó af J.W.Fargo × Assiniboine'Adelaide Hoodless' er floribunda rós/blómin í 5-10 blóma klasa og runninn tilheyrir svonefndum Parkland rósum, er frá Kanada, en þeir runnar eru þéttvaxnir, harðgerðir, hafa viðnámsþrótt gegn sjúkdómum og lítið þarf að klippa þá að vorinu. 'Adelaide Hoodless' er með hálffyllt, lítið eitt ilmandi, ljós rauð/djúp bleik blóm, um 7 sm breið, sem springa út bæði um hásumarið og að haustinu. Ilma lítið. Blómin koma í lotum. Laufin eru glansandi, milligræn.Runninn þéttvaxinn, vöxturinn kröftugur, verður allt að um 1 m hár og breiður. Hann er harðgerður og mjög þolinn gagnvart sjúkdómum svo sem mjölsvepp og ryðsvepp, en er viðkvæmur fyrir svartroti. Þarf sólríkur vaxarstað, sendinn, leirkenndan jarðveg, miðlungsrakan. Þarf lítla umhirðu og klippingu.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir svartroti.
Heimildir
http://www.backyardgardener.com, http://www.elkorose.com/ewhrab.html, http://www.helpmefind.com, http://www.horticlick.com, http://www.marthastewart.com, davesgarden.com/guides/pf/go/65197/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brum ágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Á sólríkum stað í skjóli.
Reynsla
Ein planta hefur verið reynd í Lystigarðinum, lifði 3 ár.