Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
Radistrotum
Höf.
(Arends 1940) Þýskaland.
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
Rhododendron 'Radiistrotum'
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Skær purpuralitur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Sígrænn, harðgerður, þéttvaxinn dvergrunni sem nær aðeins 15-30 sm hæð á 10 árum, verður breiðari, um 40 sm, en hann er hár.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): (R. calostrotum ssp keleticum Radicans Group × R. calostrotum ssp calostrotum).Laufið er fallegt. Laufin eru smá, ydd, skærgræn og með silfurlitar smádoppur. Blómin eru stök, skær purpuralilla.
Uppruni
Yrki.
Harka
H5
Heimildir
http://www.stoeckmann.ru, http://www.esveld.nl, http://www.hirsutum.info, http://www.jurgrns-gartenwelt.de
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Getur hentað í steinhæð.Þarf súran jarðveg. Gott að dreifa dálitlu af nýrri mómold kringum plöntuna á vorin því þá helst rakinn betur í moldinni. Rótakerfi plöntunnar er grunnt í jarðveginum og því ætti ekki að róta í moldinni í kringum plöntuna. Gætið þess að moldin þorni ekki um of.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007.Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm stöku ár. Sumarið 2010 var ekkert kal og engin blóm.