Goldkrone' er harðgerður, lágvaxinn, þéttvaxinn og sígrænn runni með kringluleit, glansandi, dökkgræn lauf.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): ('R. wardii × Alice Street' × 'Omega x wardii') eða ( R. wardii var wardii × 'Alice Street') × ('Omega' × R. wardii var wardii) eða [R. wardii var wardii × ('Diane' × R. wardii var wardii)] × [(R. catawbiense × ?) × × R. wardii var wardii ]. Blómskipunin er klasi af trektlaga, gulum blómum, með rauðar flikrur á innan efsta flipanum. Blóm opin, trektlaga, mjög ljósgul, ilmlaus. Lauf öfugegglaga.Runninn nær allt að 150 (160) sm hæð á 10-20 árum og álíka breiður, blómviljugur, ekki með hreistur.;