Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
Goldkrone
Höf.
(Hachmann 1969) Þýskaland.
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
Rhododendron 'Gold Crown'.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur með rauðar flikrur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 150 sm
Vaxtarlag
Goldkrone' er harðgerður, lágvaxinn, þéttvaxinn og sígrænn runni með kringluleit, glansandi, dökkgræn lauf.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): ('R. wardii × Alice Street' × 'Omega x wardii') eða ( R. wardii var wardii × 'Alice Street') × ('Omega' × R. wardii var wardii) eða [R. wardii var wardii × ('Diane' × R. wardii var wardii)] × [(R. catawbiense × ?) × × R. wardii var wardii ]. Blómskipunin er klasi af trektlaga, gulum blómum, með rauðar flikrur á innan efsta flipanum. Blóm opin, trektlaga, mjög ljósgul, ilmlaus. Lauf öfugegglaga.Runninn nær allt að 150 (160) sm hæð á 10-20 árum og álíka breiður, blómviljugur, ekki með hreistur.;
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
http://www.hirsutum.info, http://www.rhododendrons.co.uk, http://www.shootgardening.co.uk
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Í runnabeð með síaðri birtu.
Reynsla
Plantan var keypt 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Hefur kalið mismikið gegnum árin, blómstrar af og til.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Talin þola allt að -20°C. erlendis. Viðurkenning: RHS AGM (Award of Garden Merit).