Runninn er blómviljugur, verður breiðari en hár og nær 140-160 (-200) sm hæð á 10 árum, ekki með hreistur, fremur kröftugur og með frekar falleg, kringluleit lauf.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): ('Adriaan Koster' x R. williamsianum) =( ? x 'Mrs Lindsay Smith') x R. williamsianum =[? x ('George Hardy' x 'Duchess of Edinburgh')] [R. williamsianum x ]. Blómklasar strjálblóma, blómin bjöllulaga, stór, ilma ekki, eru rjómalit með bleikri slikju og rauðar doppur þegar þau eru ung.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z7
Heimildir
7, http://www.rhododendrons.co.uk, http://www.esvelt.nl, http://www.hirsutum.info, Cox, Peter & Kenneth 1990: Guide to Choosing Rhododendrons London
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000, gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Hefur yfirleitt kalið lítið, blóm stöku ár. Dauð 2010.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Sagður þola allt að - 20 °C erlendis.