Ranunculus nephelogenes

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
nephelogenes
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að (2-)10-25(-52) sm, með trefjarætur, meðalgrófar.
Lýsing
Stönglar venjulega hárlausir að mestu, lítið eitt smádúnhærð ofantil eða við toppinn, sjaldan dúnhærð neðst, með greinar eða ógreindir. Grunnlauf 4-9, með 1,2-10 sm legg, hárlaus sjaldan lítið eitt dúnhærð, blaðkan er stundum 3-flipótt eða sjaldan 3-skipt, egglaga, oddbaugótt, aflöng, lensulaga eða bandlensulaga, 0,9-3,7 sm x 4-14 mm, pappírskennd sjaldan leðurkennd, hárlaus, fleyglaga við grunninn eða bogadregin, heilrend eða með eina tönn, næstum snubbótt. Neðstu stöngullaufin með langan eða stuttan legg, lensulaga eða bandlensulaga, þau efstu legglaus, bandlensulaga, óskipt eða 3-skipt (sjaldan). Blómin stök, endastæð, (0,8-(1-1,6(-2,3) sm í þvermál. Blómbotn hárlaus eða lítið eitt dúnhærður. Bikarblöð 5, breiðegglaga, 3,5-5 mm, dúnhærð neðan. Krónublöð 5(-7), öfugegglaga, (4,5-)6-8(-9,5) x (3-)4-6(-9) mm, Hunangsgróp ekki með hreistur, oddur bogadreginn. Fræflar margir, frjóhnappar mjó-aflangir. Samaldin eggvala eða mjó-eggvala, 4-7 x 3-5 mm. Fræhnotir skakk-öfugeggvala, 1,2-1,5(-2) x 1-1,2 mm, hárlausar. Stíll langær, um 0,6 mm.
Uppruni
Kína, Kazakhstan, Mongolia, Nepal, Pakistan, Russia (Siberia).
Heimildir
Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=242000676
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, meðfram lækjum, í votlendi.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.