Pulsatilla zimmermannii

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
zimmermannii
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Pulsatilla australis auct. Non (Heuff.) Simonk., P. flavescens auct. Non (Zucc.) Huz, P. montana auct. Non (Hoppe) Rchb., P. var. atrosanguinea Schur., P. pratensis (L.) Miller ssp. zimmermannii Soó
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blóðrauður, dökkrauður, purpurafjólublár.
Blómgunartími
Apríl eða maí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-20 sm í blóma, hærð, stönglar allt að 30 sm þegar fræin eru fullþroska,uppsveigðir. Jarðstönglar sverir, margskiptir. Stönglar uppréttir, reifablöð skipt í 30 flipa.
Lýsing
Blómin hangandi, bjöllulaga, blómhlífarblöð (2)2,5 til 3 sm löng, blóðrauð, dökkrauð, purpurafjóliblá. Aldinin hnetur, lensulaga, mjókka smám saman til beggja enda, oddurinn framlengdur í trjónu (um 2,5 sm langa), 3,8-4,5 x 0,9-1,2 mm. Hneturnar og trjónan brúnar, þétt þaktar löngu hvítleitu hári.
Uppruni
Pannonia.
Heimildir
botany.cz/cs/Pulsatilla-zimmermannii, - Atlas of Seeds and fruits of Central and East-European Flora, The Carpatian Mountains Region.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.