Blómstönglar uppréttir, 2-10 sm (sjaldan hærri, en geta orðið allt að 30 sm háir) þétt, hvít- eða grádúnhærðir. Laufin þrískipt, sem eru samsett úr öfugegglaga, bogtenntum smálaufum 1,3-3 × 1-2 sm, breið-oddbaugótt til öfugegglaga, jaðrar bogatenntir í efsta 2/3 hlutanum, hvít-lóhærð neðan. Blómin allt að 8, hvít, í dágóðum, fremur þéttum klösum, blómin á stuttum legg, 1-2 sm í þvermál. Bikarblöð breiðegglaga, stoðblöð bandlaga, jafn löng og eða lengri en bikarblöðin. Krónublöðin 6-10 mm, hvít, sjaldan fölgul, ögn lengri en bikarblöðin.