Potentilla speciosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
speciosa
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, sjaldan hvítgulur
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
2-10 (-30) sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem myndar litla hnausa eða þúfur.
Lýsing
Blómstönglar uppréttir, 2-10 sm (sjaldan hærri, en geta orðið allt að 30 sm háir) þétt, hvít- eða grádúnhærðir. Laufin þrískipt, sem eru samsett úr öfugegglaga, bogtenntum smálaufum 1,3-3 × 1-2 sm, breið-oddbaugótt til öfugegglaga, jaðrar bogatenntir í efsta 2/3 hlutanum, hvít-lóhærð neðan. Blómin allt að 8, hvít, í dágóðum, fremur þéttum klösum, blómin á stuttum legg, 1-2 sm í þvermál. Bikarblöð breiðegglaga, stoðblöð bandlaga, jafn löng og eða lengri en bikarblöðin. Krónublöðin 6-10 mm, hvít, sjaldan fölgul, ögn lengri en bikarblöðin.
Uppruni
V & S Balkanskagi og Krít.
Harka
6
Heimildir
= 1,2, http://encyclopedia.alpinegardensociety.net
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2008, er í sólreit 2012.