Potentilla pyrenaica

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
pyrenaica
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 20 (-40) sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem verður allt að 25(-40) sm hár.
Lýsing
Krónan fremur stór, krónublöð 5, sýld, gul, 2 × lengri en bikarblöðin. Grunnlaufin með 5 smáblöð, sagtennt. Laufin eru þrífingruð, smálaufin eru gagnstæð, öfugegglaga, sagtennt. Axlablöðin eru fest við laufleggina að endilöngu nema að hluta allra efst. Blómstöngullinn er boginn við grunninn, með fáein aðlæg hár. Jarðstönglar greinóttir og það hjálpar til að tegundin er fjölær. Aldinið er smáhnot.
Uppruni
Pyreneafjöll.
Heimildir
= http://www.afleurdepa.com, http://www.floracatalana.net, http://en.hortipedia,com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum.