Potentilla pulvinaris

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
pulvinaris
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla pulvinaris Fenzl ssp. pulvinaris, Potentilla pulvinaris Fenzl subsp. argentea Hartvig & Strid.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Vaxtarlag
Fjölæringur sem vex upp af grófum jarðstönglum.
Lýsing
Laufin fingruð, 5 talsins, sjaldan aðeins þrjú, öfugegglaga, smálauf 4-10 mm löng, hvasstennt í oddinn og silkigráhærð. Blómin stök eða tvö og tvö, gul, 1,3-1,5 sm í þvermál, standa rétt upp fyrir grunnlaufin.
Uppruni
Tyrkland.
Heimildir
http://www.bgbm.org,http://encyclopedia.alpinegardensociety.net, http://www.atreesgarden,com, http://skalnickar.krasa-netresku.cz
Fjölgun
Auðfjölgað. Blaðhvirfingar skipta sér með hliðarhvirfingum, sem rætast auðveldlega. Einnig er hægt að fjölga henni með fræi. Eftir sáningu er best að geyma pottana í sólreit yfir veturinn.
Notkun/nytjar
Góð í steinhæðir eða ofan á hlaðna steinveggi.Einnig góð í ker og ílát. Vökvið P. pulvinaris mjög reglulega til að jarðvegurinn haldist alltaf rakur, en ekki rennandi blautur. Köldustu mánuðina skal aðeins vökva hana ef jarðvegurinn verður alveg þurr. Trjákorn/áburður að vorinu og í lok sumars, grafa lífrænan áburð við rótina.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum.