Potentilla fragarioides

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fragarioides
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla fragarioides v. major Maximowicz; P. fragarioides v. sprengeliana (Lehmann) Maximowicz; P. sprengeliana Lehmann.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur, rætur margar.
Lýsing
Blómleggir uppsveigðir eða útstæðir, 8-25 sm að laufleggnum meðtöldum, leggurinn með útstæð ullhár. Hvirfingarlauf 5-22 sm, leggurinn meðtalinn. Eyrnablöð brún, himnukennd, með lítið eitt af útstæðum ullarhárum á neðra borði. Laufblaðkan fjaðurskipt með 2 eða 3 (eða 4) pörum af smálaufum, smálaufin með 0,8-1,5 sm millibili og með stuttan legg eða legglaus, græn bæði ofan og neðan, öfugegglaga, oddbaugótt eða aflöng-oddbaugótt, 0,5-7 × 0,4-3 sm, með aðlæg, löng og mjúk hár bæði á efra og neðra borði, þéttari hár á æðastrengjunum á neðra borði, stundum þétt randhærð á tönnunum, grunnur fleyglaga eða breiðfleyglaga. Jaðrar eru með margar snubbóttar eða hvassyddar tennur en heilrend við grunninn, oddur snubbóttur eða hvassyddur. Legglauf og axlablöð græn, egglaga, laufkennd, með útstæð mjúk hár á neðra borði, heilrend, hvassydd, leggur mjög stuttur eða enginn, laufblaðkan oftast þrífingruð, smálaufin líkjast smálaufunum á grunnlaufunum eða eru aflöng, heilrend neðst og sagtennt í oddinn. Blómskipunin endastæð, í lotnum hálfsveip eða skúf, blómin mörg. Blómin 1-1,7 sm í þvermál, blómleggur grannur, 1,5-2 sm, með löng mjúk hár. Bikarblöð þríhyrnd-egglaga, hvassydd til odddregin, utanbikarblöð aflöng-lensulaga, lítið eitt styttri en bikarblöðin, hvassyddir. Krónublöðin gul, öfugegglaga, bogadregin í oddinn eða framjöðruð. Stíll næstum endastæður, mjór við grunninn en sverari efst. Fullþroskaðar smáhnotir, næstum nýrlaga, um 1 mm í þvermál, gáróttar.
Uppruni
Kína, Japan, Kórea, Mongólía, Síbería.
Heimildir
www.eFloras.org Flora of China
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Hefur verið sáð (2011) í Lystigarðinum.