Potentilla diversifolia

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
diversifolia
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 30 sm hár, jarðstöngull trékenndur.
Lýsing
Lauf oftast fingruð, smálauf 5 eða 7 talsins, allt að 5 sm, öfuglensulaga, jaðra tenntir við oddinn, hárlaus til stinnhærð neðan. Blómin 12 mm í þvermál. Krónublöð öfuglensulaga, gul.
Uppruni
V Bandaríkin.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001, þrífst vel.