Potentilla lapponica Juz., Potentilla multifida L. v. lapponica Nylander, Potentilla multifida lulensis Hyl., Potentilla multifida pitensis Hyl.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með kröftuga jarðstöngla.
Lýsing
Stönglar 10-40 sm háir, uppréttir eða útstæðir, oftast með falleg blóm á enda greinanna, greinarnar eru lítið eitt hærðar eða fremur þétthærðar eða loðnar, laufleggirr, blómleggir og bikarar eru með samskonar hæringu. Grunnlauf og neðri stöngllauf með fá hár, öll meira eða minna lík hvert öðru, egglaga lauf. Stöngullauf með breið, oftast skipt axlablöð. Smálauf eru margskert og djúp fjaðurskert, stundum mjóbandlaga eða aflöng, græn ofan, með aðlæga dúnhæringu eða næstum hárlaus neðan, með gisin, hvít eða grá flókahár, oftast mött. Blómin á grönnum leggjum, lítil. Utanbikarblöð aflöng-bandlaga, flest jafn löng og bikarblöðin sem eru egglensulaga. Krónublöð öfugegglaga, ögn framjöðru, dálítið lengri en bikarblöðin, fölgul. Fræflar 20, frjóþræðir stuttir, frjóhnappar runn-egglaga, sléttir eða ögn hrukkóttir.
Uppruni
Karelía hérað og evrópuhluti Rússlands.
Heimildir
http://nhm2.ulo.no, http://www.agbina.com
Fjölgun
Sáning, skípting.
Notkun/nytjar
Í steinhæð, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2006, þrífst vel.