Fjölær jurt, 35-45 sm há, breiðist út með stuttum jarðstönglum. Grunnlauf 13-16 sm á 3,5 sm löngum leggjum. Smálauf 19-23, egg-lensulaga, broddydd, efstu laufin minni en hin.
Lýsing
Blómskipunin lotin, eins og hálfsveipur, kirtilhærð, blómleggir 8-12 mm, bikar 9-10 mm, flipar lensulaga. Króna 2,2-2,5 sm, blá, flipar oddbaugóttir, framjaðraðir.
Uppruni
Japan.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Er ekki í Lystigarðinum 2015.