Polemonium kiushianum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
kiushianum
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Samheiti
P. caeruleum L. ssp. kiushianum (Kitamura) H. Hara
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fölblár.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
70-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær upprétt jurt, 70-100 sm há. Laufin stakstæð, laufleggur 1-4 sm löng, með mjúk hár á jöðrunum, stöngulliðir 6-14 mm langir með mjóan væng. Blaðkan lensulaga, 7-14 sm löng, 3-5 sm breið, stakfjöðruð, Smálauf 6-9 pör, mjóegglagam 1,5-3 sm löng, 0,5-1 sm breið, hárlaus bæði ofan og neðan.
Lýsing
Blómskipunin klasalíkur skúfur, 6-8 sm langur, 3-4 sm breiður, laufstilkur, blómskipunarleggur og blómleggur þétt, stutt kirtilhærð, blómskipunarleggurinn 0,5-1,5 sm langur, blómbleggurinn 2-5 mm. Stoðblöð bandlaga, 2-6 mm löng, ydd. Bikar bjöllulaga, 5-6 mm langur, þétt kirtil-dúnhærður, fimm flipóttur, flipar mjó þríhyrnd-egglaga, hvassyddir, 2,5-3 mm langir, um það bil jafnlangir og bikarpípan. Krónan 10-15 mm löng, flipar oddbaugóttir eða breið-egglaga, snubbóttir eða sljóydd, mjúkhærð á jöðrunum. Blómkrónan fölblá, 11-15 mm löng. Fræhýði hnattlaga-egglaga, 3-4 mm löng.
Uppruni
Japan. (endemísk).
Harka
2
Heimildir
flowers.la.coocan.jp/Polemoniaceae/Polemonium%20kiushianum.htm, gnetum.c.u-tokyo.ac.jp/rdl/plants/322
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í blómaengi.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Ekki í Lystigarðinum 2015.