Pimpinella alpina

Ættkvísl
Pimpinella
Nafn
alpina
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-október.
Hæð
-20-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með stakfjöðruð og stakstæð lauf. Stönglar gáróttir-kantaðir, með dauð lauf neðst. Lauf minna en 1 sm í þverál, gljáandi ofan. Fliparnir eru egglaga, sagtenntir og með lauflegg.
Lýsing
Sveipir 8-12 geisla. Krónublöð hvít, ekki kögruð.
Uppruni
Austurríki, Sviss, N Ítalía, Bosnia-Herzegovina & Rúmenia.
Heimildir
en.hortipedia.com/wiki/Pimpinella-alpina, https://www.infoflora,ch/fr/flore/4049-pimpinella-alpina.html
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð ar til 2010 og gróðursett í beð 2011, þrífst vel.