Physostegia parviflora

Ættkvísl
Physostegia
Nafn
parviflora
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gráfjólublá til rauðfjólublá.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 70 sm
Vaxtarlag
Upprétt, fjölær jurt, allt að 70 sm há. Lauf allt að 12 x 3 sm, lensulaga, mjó-egglaga til oddbaugótt, sagtennt, neðstu laufin stöku sinnum næstum heilrend, efstu laufin lítið eitt minni, öll laufin með 1-3 æðapör, mið stöngllaufn legglaus, neðsta parið með legg.
Lýsing
Blómin í klasa, klasaleggurinn þétt smádúnhærður, kirtilhár á legg hér og hvar. Stoðblöð blómanna 2-4 mm, egglaga til lensulaga, blómin þétt saman, aðlægir bikarar skarast. Bikarinn með kirtilhár með legg, pípan 3-5 mm, lengist í 7,5 mm, flipar hvassyddir. Krónan gráfjólublá til rauð-fjólublá, með purpura strik og doppur á innra borði, þétt smádúnhærð til fín lóhærð. Hnetur sléttar, þrístrendar.
Uppruni
M & V Kanada og Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 2004, er í sólreit 2015.