Stilkar langhærðir til hárlausir. Smálauf tvíþrífingruð, allt að 14,5 × 4 sm, legglaus, sýld eða þríydd. Flipar margir, mjó-aflangir til oddbaugóttir, fleyglaga við grunninn, yddir, grænir, hárlausir ofan, en með hvít hár á neðra borði. Blóm allt að 7 sm í þvermál. Krónublöð ekki útstæð, öfugegglaga, rauð eða hvít. Fræflar allt að 1,5 sm, frjóþræðir rauðir eða fölgulir, frjóhnappar gulir. Frævur 2-3, þétthærðar. Aldin allt að 2,5 sm.