Paeonia mollis

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
mollis
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-45 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, 45 sm hár, myndar brúsk.
Lýsing
Stilkar langhærðir til hárlausir. Smálauf tvíþrífingruð, allt að 14,5 × 4 sm, legglaus, sýld eða þríydd. Flipar margir, mjó-aflangir til oddbaugóttir, fleyglaga við grunninn, yddir, grænir, hárlausir ofan, en með hvít hár á neðra borði. Blóm allt að 7 sm í þvermál. Krónublöð ekki útstæð, öfugegglaga, rauð eða hvít. Fræflar allt að 1,5 sm, frjóþræðir rauðir eða fölgulir, frjóhnappar gulir. Frævur 2-3, þétthærðar. Aldin allt að 2,5 sm.
Uppruni
Óþekktur uppruni.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð og víðar.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum.