Paeonia mairei

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
mairei
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rósbleikur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
Allt að 90 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 90 sm hár, myndar brúsk. Stilkar uppréttir eða útstæðir, hárlausir.
Lýsing
Lauf tvíþrífingruð, smálauf oddbaugótt til öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, langydd, allt að 19 × 11 sm, hárlaus, dökkgræn ofan, ljósgræn á neðra borði, hliðasmálauf stöku sinnum sýld. Blómin allt að 11 sm breið, krónublöðin öfugegglaga til egglaga-oddbaugótt, snubbótt, allt að 7 × 4 sm, rósbleik. Fræflar allt að 2 sm, frjóþræðir rauðir, frjóhnappar gulir. Frævur allt að 2,5 sm, keilulaga neðantil, mjókka smátt og smátt í oddinn, hárlausar til gulbrún-lóhærðar.
Uppruni
Kína (Yunnan).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, með trjám og runnum, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 2008.