Fjölæringur, allt að 90 sm hár, myndar brúsk. Stilkar uppréttir eða útstæðir, hárlausir.
Lýsing
Lauf tvíþrífingruð, smálauf oddbaugótt til öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, langydd, allt að 19 × 11 sm, hárlaus, dökkgræn ofan, ljósgræn á neðra borði, hliðasmálauf stöku sinnum sýld. Blómin allt að 11 sm breið, krónublöðin öfugegglaga til egglaga-oddbaugótt, snubbótt, allt að 7 × 4 sm, rósbleik. Fræflar allt að 2 sm, frjóþræðir rauðir, frjóhnappar gulir. Frævur allt að 2,5 sm, keilulaga neðantil, mjókka smátt og smátt í oddinn, hárlausar til gulbrún-lóhærðar.
Uppruni
Kína (Yunnan).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, með trjám og runnum, í þyrpingar og víðar.