Upprétt jurt, einær eða tvíær, sem myndar blaðhvirfingu, stönglar ógreindir eða greinóttir og bogsveigðir eða skáhallt uppsveigðir frá hvirfingunni, 2-12 sm háir. Plantan er þétt eða mjög strjált snarphærð, í meðallagi eða mjög lítið lang- eða stuttmjúkhærð. Hvirfingarlaufin bandlaga til mjó öfuglensulaga, hvassydd, mjókka smám saman að laufleggnum, 10-25 sm löng, 0,9-1,5 sm breið. Stöngullauf mjög mjó-oddbaugótt til mjó lensulaga eða mjó öfuglensulaga, hvassydd, mjófleyglaga til smámjókkandi að grunni, legglaus, 5-20 sm löng 0,5-1,2 sm breið. Stoðblöð mjólensulaga til lensulaga, hvassydd, bogadregin til þverstýfð við grunninn, legglaus, lengri en hýðin sem þau standa við, 4-6 sm löng, 0,5-1 sm breið, laufblaðkan er slétt eða greinilega bylgjuð á jöðrunum, reglulega eða óreglulega sagtennt, tennur oddlausar eða hvassar.
Lýsing
Blómskipunin er ógreind eða greind, krónupípan 1,3-2,5 (-3) sm löng, knúppar aflangir eða með lensulaga útlínur, grænir til gulgrænir, oft með rauða slikju, 1-2 sm langir, 4-5 mm breiðir, oddur bikarblaða 1-2 mm langur, uppréttur eða beinist út á við. Krónublöð mjög breið-öfugegglaga, 1,5-2,5 sm löng. Frjóhnappar 6-8 mm langir, frjóþræðir 9-12 mm langir, stíll stuttur, frjóhnapparnir sáldra frjóduftinu bein á frænið við blómgun, 2,5-4,5 sm löng, frænisflipar 3-5 mm langir, fræni 1,5-2 sm langir. Fræhýði 25-40 mm langt, 3-5 mm þykkt. Fræin eru með oddbaugóttar útlínur, 1,4 2 mm löng, 0,6-0,8 mm þykk.