Fara í efni
Fréttir
English
Plöntur
Garðaflóra
Flóra Íslands
Um Lystigarðinn
Saga Lystigarðsins
Umgengnisreglur
Húsin í Lystigarðinum
Styttur og minnismerki
Staðsetning og yfirlitskort
Hafa samband
English
Forsíða
/
Plöntur
/
Garðaflóra
Nepeta cyanea
Ættkvísl
Nepeta
Nafn
cyanea
Ssp./var
ssp. cyanea
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Samheiti
Nepeta acinifolia Spreng., N. kubanica Pojark, Glechoma cyanea (Steven) Kuntze
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúp purpurablár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur sem myndar brúsk. Laufin dökk græn, ilmandi, mjó egglaga, tennt, með áberandi æðar, með aðlæg hár, laufin með lauflegg, leðurkennd, aflöng-fleyglaga, stöngullauf oddbaugótt-bandlaga, sagtennt.
Lýsing
Blómskipunin lík axi með blómin í krönsum, djúp purpurablá á lit, bikar grá-lóhærður.
Uppruni
N Kákasus, Transkáksus.
Heimildir
= skalnicky.kadel.cz/c/kvCard.asp-Id=1714.htm, https://www.shootgardening.co.uk/plant/nepeta-kubanica
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2014 og gróðursett í beð 2015.