Navarretia squarrosa

Ættkvísl
Navarretia
Nafn
squarrosa
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Einær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár til purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Upprétt, einær, greinótt jurt, allt að 50 sm há, kirtidúnhærð með óþægilega lykt. Lauf óreglulega, fjaður eða tvífjaður flipótt, flipar lensulaga, stinnir.
Lýsing
Blómskipunin klasi eða blómin eru stök, stoðblöð 1-1,5 sm, fjaðurskipt eða handskipt. Bikar 8-12 mm, kirtildúnhærður.Króna 1-1,2 sm, breið-trektlaga, blá eða purpura, flipar 2-3 mm, fræflar og stílar ná ekki út úr krónunni, fræni 3-flipótt. Fræ 3-4 mm, egglaga.
Uppruni
Kalifornía til Bresku Kólumbíu.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.