Upprétt, einær, greinótt jurt, allt að 50 sm há, kirtidúnhærð með óþægilega lykt. Lauf óreglulega, fjaður eða tvífjaður flipótt, flipar lensulaga, stinnir.
Lýsing
Blómskipunin klasi eða blómin eru stök, stoðblöð 1-1,5 sm, fjaðurskipt eða handskipt. Bikar 8-12 mm, kirtildúnhærður.Króna 1-1,2 sm, breið-trektlaga, blá eða purpura, flipar 2-3 mm, fræflar og stílar ná ekki út úr krónunni, fræni 3-flipótt. Fræ 3-4 mm, egglaga.
Uppruni
Kalifornía til Bresku Kólumbíu.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.