Myosotis asiatica

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
asiatica
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Samheiti
M. sylvatica, M.alpestris
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Vaxtarlag
Fjölæringur með trefjarætur og allmarga eða marga 5-40 sm háa stöngla sem greinast neðst frá stönglinum, með stinn, útstæð, flöt hár. Grunnlauf eru öfuglensulaga til oddbaugótt, allt að 13 sm löng að leggnum meðtöldum og 13 mm breið. Stöngullauf stakstað, allmörg, minni en grunnlaufin, sjaldan meira en 6 sm löng, flest aflöng til lensulaga-oddbaugótt og legglaus.
Lýsing
Blómin eru allmörg í legglausum klasa á greinum, klasarnir eru þétt saman í fyrstu og fremur falleg, lengjast að lokum og verða opnir. Aldinleggir uppsveigir-útstæðir, um það bil jafnstór og eða dálítið lengri en 3-5 mm langur bikarinn. Bikar með stinn, útstæð dálítið flöt hár og með nokkur útstæð, krókbogin hár á bikarpípunni, fliparnir greinilega lengri en pípan. Krónan er blá, sjaldan hvít, með flata krónutungu, oftast 4-8 mm í þvermál, með gult auga. Smánetur glansandi, sléttar, svartar eða svartleitar, fullþroskaðar hnetur um 1,5 mm langar, lengri en stíllinn.
Uppruni
N-Ameríka, Evrasía.
Heimildir
= montana.plant-life.org/species/myosotis-asia.htm
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum, lifði aðeins fáein ár.