Lauf allt að 38 x 3 sm, í grunnhvirfingu, öfuglensulaga, mjókka í lauflegginn, laufleggurinn með slíður við grunninn. Blóm stök, dálítið álút á 6 ógreindum, rifjóttum stilkum með baksveigð þornhár. Krónublöð oftast 4, stöku sinnum 6, tígullaga-oddbaugótt, hvassydd til bogadregin allt að 10 x 5 sm, djúprauð. Frjóþræðir með rauða slikju. Frjóhnappar gulir. Aldin oddvala-aflöng, hárlaus til þétt þornhærð, opnast með 3-5 topplokum.