Sól (þrífst í hálfskugga en aldinin þroskast síður þar).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 8 m erlendis.
Vaxtarlag
Tré. Mjög skrautleg planta.
Lýsing
Lauffellandi tré sem getur orðið allt að 8 m hátt í heimkynnum sínum. Mjög lík roðaepli, en er minni og mjórri planta, ungir ársprotar eru flókahærðir. Lauf 2-3 sm, breið-egglaga, jaðrar með djúpa, mjóa flipa, þéttdúnhærð, Blóm allt að 2 sm í þvermál, hvít. Aldin 1,5 sm, rauð. Blómin eru tvíkynja. Skordýrafrævun.
Uppruni
NV Kína.
Harka
Z5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning. ---- Fræi er best að sá að haustinu um leið og það er þroskað, geymið sáninguna í sólreit, það spírar oftast síðvetrar. Fræ sem hefur verið geymt þarf það að fá kuldameðferð í rökum mosa eða sandi í 3 mánuði við um 1°C og það ætti að sá því í sólreit strax við fáum fræðið í hendur. Það er óvíst að það spíri fyrr en eftir 12 mánuði eða meir. Dreifplantið hverri kímplöntu í sér pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla. Plönturnar eru hafðar í pottum í sólreit þangað til síðla vors næsta ár, gróðursettar í beð þegar þær eru orðnar nógu stórar, skýlt fyrstu árin.
Notkun/nytjar
Skógarjaðrar, blandað limgerði. Þessi tegund hefur verið notuð til ágræðslu fyrir eplatré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2006, í uppeldi 2011
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Eplin eru æt, hrá eða soðin. Eplin geta orðið allt að 2,5 sm í þvermál. Þau eru súr og barkandi, en ekki um of, þroskast um miðjan október. Bragðið batnar strax og aldinin hafa frosið og því best að fresta því að safna uppskerunni í lengstu lög. ==== Eplin eru góð handa fuglum