Malus spectabilis

Ættkvísl
Malus
Nafn
spectabilis
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Pyrus spectabilis
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur (stöku sinnum bleikur).
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 8 m erlendis.
Vaxtarlag
Stór runni eða lítið tré.
Lýsing
Stór runni eða lítið tré allt að 8 m hátt og álíka breitt, þétt pýramídalaga í fyrstu, útbreidd seinna. Ársprotar ögn dúnhærðir, verða rauðbrúnir. Lauf 5-8 sm, oddbaugótt-aflöng, mjókka stutt, jaðrar tenntir, ;Blómin tvíkynja, skordýrafrævun.
Uppruni
A-Asía Kína
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning. --- Fræi er best að sá að haustinu um leið og það er þroskað, geymið sáninguna í sólreit, það spírar oftast síðvetrar. Fræ sem hefur verið geymt þarf það að fá kuldameðferð í rökum mosa eða sandi í 3 mánuði við um 1°C og það ætti að sá því í sólreit strax við fáum fræðið í hendur. Það er óvíst að það spíri fyrr en eftir 12 mánuði eða meir. Dreifplantið hverri kímplöntu í sér pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla. Plönturnar eru hafðar í pottum í sólreit þangað til síðla vors næsta ár, gróðursettar í beð þegar þær eru orðnar nógu stórar, skýlt fyrstu árin.
Notkun/nytjar
Í raðir, í beð, stök tré/stakir runnar.
Reynsla
Engin en var sáð í Lystigarðinum, sáð 2008.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Mjög skrautlegt tré. Mikið ræktað í Kína vegna ætra eplanna. Eplin góð fyrir t.d. fugla. Vixlfrjóvgast með öðru Malus-tegundum.