Malus rockii

Ættkvísl
Malus
Nafn
rockii
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól (dálítill skuggi) og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
- 5 m
Lýsing
Minnir á síberíuepli (M. baccata), ungar greinar þétt dúnhærðar, hæringin í brúskum . Lauf allt að 12 sm löng, oddbaugótt til egglaga, jaðrar þétt og grunn-sagtenntir, grunnur bogadreginn, dúnhærð neðan, netæðótt. Blómin 2,5 sm í þvermál, rauðbleik í knúbbinn, hvít þegar þau springa út. Blómleggur og bikar brúsk-dúnhærðir Aldin egglaga til hnöttótt, mjókka stundum í toppinn, gul með rauða slikju. Bikar langær. Sjálffrjóvgandi.
Uppruni
V Kína.
Sjúkdómar
Blaðlýs, ullarlýs, spunamaur, fiðrildalirfur, mjölsveppur.
Harka
Z5
Heimildir
1, http://apps.rhs.org.uk. http://www.sunnygardens.com, http://www.shootgardening.co.uk
Fjölgun
Kvistgræðsla síðsumars. Ágræðsla er möguleg um miðjan vetur.
Notkun/nytjar
Í raðir, í beð, stök tré. Lítil umhirða. Snyrtið hóflega. Sníðið burt skemmdar, ónýtar greinar. Fjarlægið rótarskot að vori.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001, í uppeldi 2011.