Minnir á síberíuepli (M. baccata), ungar greinar þétt dúnhærðar, hæringin í brúskum . Lauf allt að 12 sm löng, oddbaugótt til egglaga, jaðrar þétt og grunn-sagtenntir, grunnur bogadreginn, dúnhærð neðan, netæðótt. Blómin 2,5 sm í þvermál, rauðbleik í knúbbinn, hvít þegar þau springa út. Blómleggur og bikar brúsk-dúnhærðir Aldin egglaga til hnöttótt, mjókka stundum í toppinn, gul með rauða slikju. Bikar langær. Sjálffrjóvgandi.