Malus × robusta

Ættkvísl
Malus
Nafn
× robusta
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
M. baccata (L.) Borkh. × M. prunifolia (Willd.) Borkh.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (síður hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
-5-6,5 m erlendis.
Vaxtarlag
Kröftugur, uppréttur, keilulaga runni eða lítið tré, sem verður 5 m hátt og 4 m breitt á um 20 árum erlendisLitlir klasar af aldinum sem minna á kirsuber, verða rauð/ gul að haustinu.
Lýsing
Kröftugur, uppréttur, keilulaga runni eða lítið tré, sem getur orðið 6,5 m hátt erlendis. greinar útbreiddar, dálítið drúpandi í endann. Krónan breið og hvelfd. Lauf 8-11 sm, skærgræn, oddbaugótt, ydd, grunnur bogadreginn, jaðar bogtenntur. Blóm 3-4 sm breið, bleik í knúbbinn, 3-8 í hálfsveip, hvít, stöku sinum bleik. Aldin 1-3 sm, sporvala til hnöttótt, gul eða rauð, stöku sinnum bládöggvuð, á löngum, mjóum leggjum. Bikar ýmist skammær eða langær, ;
Uppruni
Garðauppruni.
Sjúkdómar
Z3
Heimildir
1, http://www.mailordertrees.co.uk
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Stök, í blandað limgerði. --- Aldinin eru góð í hlaup.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.