Lauffellandi, þétt hvelft tré, allt að 1,5-3 m hátt. Lauf milligræn, Fallegt dvergeplatré, sem er þakið hvítum, stórum blómum síðla vors-snemmsumars. Blómin eru fölbleik í knúbbinn. Fjöldi af appelsínugulum og rauðum aldinum koma að haustinu.
Stakt tré, í blandað limgerði, í þyrpingar. -- Lítil umhirða. --Þolir við á köldum stað en forðast ber að planta trénu í næðing eða á mjög þurra vaxtarstaði. Snyrtið tréð að vetrinum til að fá fallegra form á það, en sníðið lítið af því. -- Villt dýr og fuglar sækjast í blóm og aldinin. --Þetta er eitt besta dvergeplatréð sem til er. Aldinin eru afbragð í hlaup. --
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær aðkeyptar plöntur, gróðursettar í beð 1985 og 2005. Kelur dálítið af og til. -- Talið Hhrðgert og þurrkþolið erlendis.