Smágreinar dúnhærðar . Laufin 10 × 4,5 sm, aflöng, lang-odddregin, hjartalaga við grunninn, með strjála dúnhæringu, eða verða hárlaus með aldrinum laufleggir 5 mm, dúnhærðir. Blómin í endastæðum.margblóma kollum og líka oft með 2-blóma leggi í blaðöxlunum, smástoðblöð 1,4 mm, randhærð. Bikarpípa hárlaus, bikarblöð hárlaus eða randhærð. Krónan allt að 2 sm, gul til rauð, krónupípa trektlaga, 8,5 mm, þornhærð-dúnhærð, flipar dúnhærðir eða hárlausir. Stíll þétt gulbrún-dúnhærður. Berin svört.
Uppruni
Himalaja (Sikkim, Nepal)
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
Engin reynsla enn sem komið er en hefur verið sáð (2010).