Stönglar allt að 120 sm á hæð, grænir með fáin hvít hár í blaðöxlunum, stönglar með rætur, laukar með renglur, 4 x 4 sm, hreistrin hvít, egglaga, sköruð, 1,5 sm.
Lýsing
Laufin allt að 15 x 1 sm, mörg, strjál, bandlensulaga, 1-3 tauga, jaðrar snarpir. Blóm 1-6 í klasa, ilmlaus, hangandi, túrbanlaga, knúppar með hvít hár, blómhlífarblöð allt að 8 x 2 sm, sítrónugul með brúnrauðum doppum, lensulaga, endar baksveigðir. Frjóhnappar og frjó rauðbrúnt.
Var sáð í Lystigarðinum 2012 og gróðursett í beð 2015.
Yrki og undirteg.
var. maximowicsii Stönglar allt að 250 sm háir, laukar með renglum, 4 x 4 sm, hreistur hvít. Laufin fjölmörg, bandlensulaga, 3-7 tauga. Blómin 1-12, blómhlífarböð sköruð, appelsínurauð með purpurabrúnar doppur. Frjóhnappar og frjó rautt. Heimkynni: Japan.