Geranium yoshinoi

Ættkvísl
Geranium
Nafn
yoshinoi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur, lillableikur eða hvítur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
15 sm
Vaxtarlag
Fjölær hálfsígræn jurt, sem myndar breiður, allt að 15 sm há.
Lýsing
Stönglar jarðlægir, festa oft rætur, hálfsígræn til sumargræn planta. Lauf bogadregin, sepótt, milligræn til grágræn. Blómin fremur smá, æðótt, bleik, lillableik eða hvít
Uppruni
Japan (Honshu)
Heimildir
= www.chilternseeds.co.uk/item-628b-geranium-yoshinoi-seeds, https://www.shortgardening.co.uk/plant/geranium-yoshinoi
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, sem þekja.
Reynsla
Myndir eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.