Lauffellandi runni, uppréttur, allt að 3 m hár. Greinar langar, grannar, greyptar, ögn silkihærðir.
Lýsing
Lauf allt að 13 × 3 mm, óskipt, legglaus, mjó-oddbaugótt, öfuglensulaga til öfugegglaga, ydd til stingandi, silkihærð neðan, hárlaus ofan. Lauf eldri greina í knippum, oftast 5 × 2 mm eða stærri. Blóm 13 mm, skærgul, oftast í pörum eða í stuttum klösum í óreglulegum skúfum, allt að 20 sm löngum á aðalgreinunum greinilega með legg, stoðblöð í knippum, smástoðblöð 1 mm, borin miðja vegu á blómleggnum, blómleggurinn allt að 3 mm, bikar allt að 7 mm, silkihærð, fáni allt að 13 mm, breiðegglaga, jafnlangur og vængur og kjölur, framjaðraður, hárlaus eða með rák úr hárum eftir miðjunni. Aldin allt að 17 mm,.mjó-aflöng silkihærð með 2-3 fræ.
Uppruni
SV Evrópa, N Afríka
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2012 og gróðursett í beð 2013.