D. nakaiana Hara, D. kamtschatica v. yezoensis Nakai, D. oiana Honda
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Fjölær, grágræn jurt, dúnhærð með þétt aðlægum stjarnhárum. Stönglr 10-15 sm háir, uppréttir, með stuttar greinar og með stutta, blómlausa sprota við grunninn, stönglarnir með 3-10 lauf. Blaðhvirfingalaufin öfuglensulaga eða mjó-öfuglensulaga, 6-12 mm löng, 1,5-3 sm breið, hvassydd, mjórri við grunninn, með fáar tennur eða heilrend. Stöngullaufin mjó-egglaga eða breiðlensulaga, 8-20 mm löng, hvassydd, tennt.
Lýsing
Blómklasar fremur þéttblóma með fleiri en 10 blóm, axgreinar 3-7(-15) mm löng, þétt smádúnhærð. Krónublöð um 3 mm löng, hvít, mjó fleyglaga-öfugegglaga. Skálpar lensulaga, bognir, 7-10 mm langir, um 2 mm breiðir. Stíll 0,2-1,5 mm langur, fræni lítið sverari en stíllinn, þverstýfð. Fræ um 1 mm löng, snubbótt, ekki með hala. Lík snævorblómi (Draba borealis) en minni að öllu leyti.
Uppruni
Japan (Hokkaido, Honshu).
Heimildir
= Flora of Japan, encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Draba/kitadensis
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015.