Crocus banaticus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
banaticus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Lillalit-blápurpura.
Blómgunartími
Að haustinu.
Vaxtarlag
Hýði hnýðanna með samsíða trefjum við grunninn, netæðótt efst. Lauf allt að 3 talsins, allt að 6 mm breið, dökkgræn, birtast að blómgun lokinni.
Lýsing
Blóm lillalit-blápurpura; innri blómhlífarblöð allt að 3 × 1,3 sm upprétt. Ytri blómhlífarblöð allt að 5 × 2,5 sm, hálfupprétt til niðurstæð, dekkri. Frjóhnappar skærgulir. Stíll grannur, margdeildur, fjaðurlíkur, fjólublár. Smástoðblöð engin.
Uppruni
N Rúmenía, N Júgóslavía, SV Rússland.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, hnýði.
Notkun/nytjar
í trjábeð, í beðkanta.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 2005 & 2006.