Er blendingur milli tveggja tegunda ættkvíslarinnar, þ. e. snæþyrnis (Crataegus monogyna ssp. nordica) og hvítþyrnis (C. laevigata ssp. laevigata).
Lýsing
Laufin líkjast laufum C. laevigata, en fliparnir eru yddir eða mjókka fram, sagtennt. Blómskipunin hárlaus. bikar flipar lengri en breiðir lykja um fræið. Stílar 1-2, stundum samvaxnir, toppur víkkar út, blómbotn hrukkóttur. Aldin hálfhnöttótt, fræ 1-2.
Uppruni
Náttúrulegur blendingur. Finnst innan um foreldrana.
Harka
5
Heimildir
1, http://wikipedia.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæðir runnar, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 2001, eru í sólreit 2013.