Crataegus macrosperma

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
macrosperma
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní
Hæð
5-8 m
Vaxtarlag
Lauffellandi tré, allt að 8 m hátt þyrnar 3 sm langir.
Lýsing
Lauf egglaga til oddbaugótt. Jaðrar með 5 breiðþríhyrnda flipa, sem eru hvasstenntir. Blóm 1,5 sm í þvermál, í blómfáum hálfsveipum. Fræflar 10, frjóhnappar rauðir. Aldin 0,5-1,5 sm, öfugegglaga til aflöng, rauð.
Uppruni
N Ameríka (S Kanada suður til N Carolina, Tennesee).
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Nánast engin, var sáð í Lystigarðinum 2000.